Innlent

Aukin mengun á og í grennd við Breiðdalsvík

Atli Ísleifsson skrifar
Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru.
Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru. Vísir/Egill
Háir mengunartoppar hafa mælst nú um hádegið eða um 1400 - 1700 µg/​m3  á Breiðdalsvík og nágrenni.

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að einnig megi búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni,  á Djúpavogi og Fárskrúðsfirði í dag og víðar á Austurlandi.

Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar.

„Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru.  Til að minnka enn áhrif mengunar innandyra er ráðlagt að loka gluggum og auka kyndingu þegar mikil mengun gengur yfir,“ segir í tilkynningunni.

Með því að smella hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mengun og loftgæði.


Tengdar fréttir

Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta

Rannsóknir á grunnvatni benda til að efnabreytingar í því geti haft forspárgildi um stóra jarðskjálfta. Gæti nýst vel með öðrum rannsóknum sem lúta að því sama. Vísindamenn rannsaka gögnin nú í samhengi við eldgosið í Holuhrauni.

Vatnalíf ætti ekki að skaðast

Ekki eru miklar líkur á því að vatnalíf og fiskur skaðist vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, er mat Veiðimálastofnunar með þeim fyrirvara að í eldgosum hefur skaði hlotist af eldgosum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×