Innlent

Átti við pólitíska skápahomma - ætlaði ekki að móðga neinn

Ingvi Hrafn.
Ingvi Hrafn.
„Kannski notaði ég vitlaus orð, en ég ætlaði að tala um pólitíska homma,“ útskýrði fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir félögunum í Reykjavík síðdegis í dag þegar hann var inntur eftir því hvað hann hafi eiginlega átt við þegar hann kallaði Guðmund Steingrímsson „framsóknarhomma“.

Samtökin ´78 sendu frá sér grein í dag og Vísir greindi frá. Þar sögðust þau ekki skilja fjölmiðlamanninn reynda, sem hefur starfað við fjölmiðla í áratugi. Þau báðu hann vinsamlegast um að skýra meiningu sína frekar.

„Það sem ég átti við var að Guðmundur hefði komið út úr pólitíska skápnum, því hann var ekki framsóknarmaður, hann var alltaf krati“ sagði Ingvi Hrafn sem ætlaði engan að móðga og bætir um betur og sagði í viðtalinu:

„Mér er andskotans sama hverja menn elska svo lengi sem þeir eru góðir starfsmenn og góðar manneskjur.

Ingvi Hrafn sagði síðan að það væri löngu tímabært að bjóða forsvarsmönnum samtakanna í þáttinn Hrafnaþing á ÍNN, og ræða stöðu samkynhneigðra á Íslandi.

Hægt er að nálgast viðtalið hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“

"Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins.

Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“

Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×