Innlent

Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað

BBI skrifar
Í Hlíðaskóla voru ekki margir búnir að kjósa klukkan 11, en þar höfðu 100 manns greitt atkvæði af um það bil 3000 manns á kjörskrá.
Í Hlíðaskóla voru ekki margir búnir að kjósa klukkan 11, en þar höfðu 100 manns greitt atkvæði af um það bil 3000 manns á kjörskrá.
"Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum úr Suðvesturkjördæmi höfðu 2221 manns kostið klukkan ellefu. Á kjörskrá eru 62.576 manns og því höfðu 3,5% kostið. Á sama tíma höfðu 6,2% kostið í forsetakosningunum. Á sama tíma í morgun höfðu 1687 kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar eru 45.075 manns á kjörskrá og því höfðu 3,74% greitt atkvæði. Á sama tíma höfðu 6,61% kosið í forsetakosningunum og 4,53% í stjórnlagaþingskosningunum. Því blasir við að atkvæðagreiðslan fer rólega af stað. "Maður veit náttúrlega ekki hvað veldur," segir starfsmaður kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og telur ekki útilokað að þátttakan glæðist þegar líður á daginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×