Fótbolti

Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári í leiknum gegn Noregi 2009.
Eiður Smári í leiknum gegn Noregi 2009. vísir/daníel
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 25. landsliðsmark sitt á ferlinum í Astana í dag þegar hann kom Íslandi í 1-0 á móti Kasakstan í undankeppni EM 2016.

Markið var einkar snyrtilegt en hann tók snilldarlega við stungusendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og afgreiddi færið meistaralega í annarri snertingu.

Sjá einnig:Twitter logar eftir mark Eiðs

Þetta er fyrsta landsliðsmarkið sem Eiður Smári skorar síðan hann skoraði með skalla á móti Noregi í september 2009 í undankeppni HM 2010.

Síðan þá hefur Eiður spilað 18 leiki án þess að skora, en í heildina eru 2.030 dagar frá því Eiður skoraði síðast fyrir strákana okkar.

Taka verður þó inn í dæmið að hann fór í tvö hlé frá landsliðinu, nú síðast eftir HM-umspilið gegn Króatíu í nóvember 2013. Þetta er fyrsti landsleikur Eiðs í 494 daga og hans 79. frá upphafi.

Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×