Innlent

Ástandinu við Dyrhólaey líkt við stríð

Aukin harka hefur færst í deiluna um lokun Dyrahólaeyjar. Umhverfisstofnun hyggst kæra skemmdarvarga til lögreglu en skiltum var stolið á Dyrhólaey og stjakað við starfsmönnum sem huggðust loka eyjunni fyrir mannaferðum.

Styr hefur staðið um lokun Dyrhólaeyjar en þeir sem láta sig ferðaþjónustu varða á svæðinu sætta sig illa við að Umhverfisstofnun loki eyjunni og segja enga ástæðu til. Lokunin sé byggð á lygum um fuglalíf. Umhverfisstofnun segist vilja loka eyjunni í þágu náttúruverndar og til verndunar varps á svæðinu.

Síðustu daga hefur aukin harka í leikinn, skilti og staurar sem tákna áttu lokunina voru rifnir niður og keðjur klipptar burt. Þeir heimamenn sem fréttastofa ræddi við líktu ástandinu við stríð. Þá var einnig stjakað við starfsmanni Umhverfisstofnunar sem reyndi að loka fyrir umferð að eyjunni.

„Starfsmenn fóru í gær og lokuðu eyjunni aftur en það vildi ekki betur til en þessar lokanir voru fjarlægðar jafn harðan,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar. „Það var vísvitandi verið að rífa niður þær lokanir sem þarna eru og á meðan þannig er þá er þetta lögreglumál.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×