Enski boltinn

Ashley Cole gæti spilað í Bandaríkjunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ashley Cole í leik með Chelsea í vor.
Ashley Cole í leik með Chelsea í vor. Vísir/Getty
Ashley Cole veltir fyrir sér tilboðum frá erlendum liðum þessa dagana eftir að samningur hans hjá Chelsea rann út í sumar. Talið er að Cole muni leika á Ítalíu eða í Bandaríkjunum á næsta tímabili en hann hefur nú þegar unnið alla stærstu titlana sem í boði eru á Englandi.

Cole sem verður 34 ára seinna á árinu hefur leikið allan sinn feril á Englandi með Arsenal og Chelsea en talið er að hann hafi áhuga á að leika í nýju landi seinustu ár ferilsins og hafa þrjú lið boðið honum samning.

Fyrrum liðsfélagi hans hjá Chelsea og enska landsliðinu, Frank Lampard er líklegast á förum til hins nýstofnaða New York City FC ásamt David Villa og gæti Cole fylgt þeim inn um dyrnar í New York. Þá hefur Cole einnig verið orðaður við Roma á Ítalíu.

Cole hefur leikið alls 385 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 107 leiki fyrir enska landsliðið en hann lagði landsliðsskónna á hilluna eftir að Roy Hodgson valdi Luke Shaw í hans stað í landsliðshóp Englendinga fyrir Heimsmeistaramótið í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×