Innlent

Ásakanir um fordóma rakalausar

Þjóðdansafélag Reykjavíkur hafnar ásökunum um kynþáttafordóma. Ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að Þjóðdansafélagið hafi neitað að leigja sér skautbúning því fyrirsætan sem átti að skarta honum var svört. Í tilkynningu Þjóðdansafélagsins segir að umsjónarkona búningaleigu hafi þótt hugsanlega vegið að heiðri búningsins þegar starfsmenn Reykjavík Grapevine lýstu hugmyndum sínum. Hún vísaði þeim því til formanns félagsins og lauk samskiptum þeirra með þeim hætti að Reykjavík Grapevine ætlaði að hafa samband aftur. Ekkert heyrðist frá þeim aftur fyrr en fjölmiðlar fóru að brigsla félaginu um kynþáttahatur. Þjóðdansafélagið hafnar öllum ásökunum um kynþáttahyggju og vísar meðal annars til þess að félagið hefur lánað konum í Félagi nýrra Íslendinga til að nota á ráðstefnum erlendis og stendur auk þess að ýmsum uppákomum til að efla fjölmenningarlega starfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×