Sport

Valdís Þóra meðal keppanda á Opna bandaríska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur fengið keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt af fimm risamótum ársins í golfi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð um síðustu helgi fyrst íslenskra kylfinga til að komast á risamót þegar hún spilaði á KPMG PGA meistarmótinu. Valdís Þóra verður því annar íslenski kylfingurinn til að spila á risamóti.

Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn á mótið eftir að ná frábærum árangri á úrtökumóti í Englandi á dögunum. Þar missti hún af öruggu sæti í bráðabana, en fékk símtal í dag þar sem henni var tilkynnt að hún fengi keppnisrétt á mótinu.

Skagamærin greindi frá tíðindunum á Facebook.

„Ég var að fá símtal rétt í þessu... og ÉG ER KOMIN INN Í OPNA BANDARÍSKA,“ sagði kylfingurinn.

„Ætla að reyna sofna núna og hvíla mig fyrir hringinn á morgun, gangi mér vel með það.“

Valdís Þóra er um þessar mundir í Tælandi þar sem hún keppir á móti í LET mótarröðinni. Hún átti slæman fyrsta dag og endaði á 6 höggum yfir pari. Hún á þó enn möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13. - 16. júlí.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra hækkaði sig um 48 sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, náði sér vel á strik á þriðja degi Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×