Enski boltinn

United sextán mörkum frá Meistaradeildarsæti | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester United vann 3-1 sigur á Bournemouth í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið.

Leiknum var frestað, eins og flestir vita, á laugardag vegna þess að grunsamlegur pakki fannst á Old Trafford.

Wayne Rooney gerði fyrsta mark United eftir ansi laglegt spil, en þetta var hans 100. mark á Old Trafford.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en þeir Marcus Rashford og Ashley Young gerðu mörkin í síðari hálfleik.

Gestirnir náðu að klóra í bakkan undir lokin, en þá skoraði Chris Smalling sjálfsmark. United endar því í fimmta sætinu með 66 stig og er á leið í Evrópudeildina.

Þeir hefðu þurft 16 mörk í viðbót til að komast upp fyrir granna sína í City sem voru með jafn mörg stig, en betri markahlutfall.

Bournemouth endar í sextánda sæti deildarinnar með 42 stig, en nýliðarnir geta vel við unað að halda sæti sínu í deildinni.

Hin þrjú mörkin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×