Fótbolti

Grátlegt tap var banabiti Arnars Þórs hjá Cercle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson í leik með ercle Brugge.
Arnar Þór Viðarsson í leik með ercle Brugge. Vísir/AFP
Arnar Þór Viðarsson, stýrir ekki liði Cercle Brugge í umspilinu um sæti í belgísku deildinni því félagið ákvað að láta hann fara í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Cercle þakkar Arnari fyrir þjónustu sína hjá félaginu en hann kom til Cercle sem leikmaður fyrir sjö árum síðan. Hann varð aðstoðarþjálfari liðsins áður en hann tók við þjálfun liðsins í október.

Arnar Þór stýrði liðinu í fyrdta sinn 18. október en liðið vann aðeins 5 af 21 deildarleik sínum undir hans stjórn.

Síðasti leikur Cercle Brugge fyrir Arnar Þór var 3-2 grátlegt tap á móti Mechelen um síðustu helgi en Cercle var þá 2-0 yfir í þegar tvær mínútur voru eftir. Mechelen jafnaði metin á 89. mínútu og skoraði síðan tvö mörk í uppbótartíma þar af annað þeirra úr víti.

Cercle Brugge náði aðeins í eitt stig út úr síðustu átta leikjum sínum með Arnar Þór sem þjálfara og það kemur því ekki á óvart að hann hafi þurft að taka pokann sinn fyrir mikilvæga umspilsleiki á móti Lierse

Hinn 52 ára gamli Dennis van Wijk tekur við liðinu en Hollendingurinn þjálfaði liðið áður frá 1998 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×