Innlent

47,3% óánægð með frumvörpin um lækkun húsnæðisskulda

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilanna í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda.

Könnunin var framkvæmd dagana 28. mars til 1. apríl 2014 og var heildarfjöldi svarenda 960 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Fram kemur í könnun MMR sögðust þeir sem höfðu kosið Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum ánægðari með frumvörp ríkisstjórnarinnar heldur en þeir sem kusu aðra flokka sem eiga mann á þingi.

Þannig sögðust 46,2% þeirra sem kusu Sjálfstæðiflokkinn vera ánægð með frumvörp um lækkun húsnæðisskulda, 41,4% Framsóknarfólks, 17,5% þeirra sem kusu Bjarta framtíð, 7,5% Vinstri-grænna, 7,4% Pírata, og 5,2% Samfylkingarfólks að þau væru ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu.

Spurt var: „Hversu ánægð(ur) eða óánægður(ur) ert þú með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu?"

Svarmöguleikar voru: Mjög óánægð(ur), frekar óánægð(ur), bæði og, frekar ángæð(ur), mjög ánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara. 

Samtals tóku 84,5% afstöðu til spurningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×