Innlent

Gullgrafaraæði á gistimarkaði

Erna Hauksdóttir
Erna Hauksdóttir
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla fjölgun ferðamanna undanfarin ár hafa valdið gríðarlegri aukningu á ósamþykktu gistirými, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. „Það er gullgrafaraæði í gangi. Það hefur komið mikil viðbót á gistirými til að taka við þessari fjölgun sem hefur orðið. Miðbærinn er orðinn fullur af íbúðum sem eru leigðar út til ferðamanna. Þetta er algjörlega eftirlitslaust og virðist að miklu leyti vera leyfislaust. Menn geta þá ímyndað sér hvernig skattskil eru.“

Erna segir að samtökin hafi gert úttekt á þessu fyrir tveimur árum. Þá hafi komið í ljós gríðarleg fjölgun á ósamþykktri gistiaðstöðu. Samtökin hafi haft samband við tilhlýðileg yfirvöld og eitthvað hafi verið gert, en meira þurfi til. „Það tók mjög langan tíma að gera eitthvað í Reykjavík og ég held að það sé ekki búið að taka almennilega á þessu enn þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×