Elduðu hátíðarmat á prímus í niðamyrkri Stígur skrifar 3. janúar 2013 08:00 Snjó hefur kyngt niður á Vestfjörðum um hátíðirnar. Vegagerðin hefur gert sitt besta til að ryðja helstu vegi, eins og þennan í Ísafjarðardjúpinu.Mynd/hafþór Mynd/Hafþór Gunnarsson „Ég er nú gamall maður og einhvern veginn fannst mér ég vera kominn á forna slóð,“ segir Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Árneshreppi á Ströndum, spurður hvort nokkur hátíðarbragur hafi verið á gamlárskvöldinu í rafmagnsleysinu sem varði á svæðinu í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn, sem er ýmsu vanur, tekur þó fram að hann sé síður en svo aðdáandi þess að vera án rafmagns í lengri tíma. „Þetta er nærri því náttúrulögmál í þessum stórviðrum,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sé hins vegar búið að bæta línurnar mikið og styrkja þær og því sé langt síðan hann hefur verið án rafmagns um svo langa hríð. „Þetta er með því mesta í 20 til 30 ár,“ segir Gunnsteinn, sem hefur heldur aldrei upplifað það að rafmagnið fari yfir hátíðarnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður hefur ekki hátíðarmatinn sinn í lagi.“ Gunnsteinn og kona hans, Margrét Jónsdóttir, eyddu áramótunum tvö ein, ornuðu sér við gasprímus og tókst þrátt fyrir allt að elda sér prýðilegasta mat um áramótin. „Það tókst nú til, konan var lagin og við höfðum þarna einhvern kjúklingarétt og brúnaðar kartöflur. Það var bara nokkuð gott.“ Hjónin eru ekki með olíuknúna ljósavél eins og margir aðrir í sveitinni og gátu illa lýst sér eða hitað húsið. „Hitinn í stofunni var kominn niður í sjö gráður,“ segir Gunnsteinn. Þau hafi því haldið til í minnsta herbergi hússins til að ofkælast ekki og stytt sér stundir með því að hlusta á útvarp knúið rafhlöðum. Hann segir þau þó hafa sofið vel, kappklædd. „En auðvitað er maður guðslifandi feginn þegar þessu linnir. Það hverfur náttúrulega öll hreinlætisaðstaða nema klósettið og maður rýkur ekkert í bað við þessar aðstæður.“Börnunum var orðið kalt Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, var einnig ljósavélarlaus ásamt manni sínum og þremur börnum á bænum Árnesi. „Þeim var orðið kalt – við vorum hætt að sofa heima hjá okkur,“ segir hún um börnin sem yljuðu sér við prímus og gengu um gólf með kerti. Annars hafi krökkunum liðið ágætlega. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þannig að þau eru orðin nokkuð vön.“ Elísa er uppalin í Árneshreppi og fluttist aftur í sveitina 2009. Fjölskyldan var svo heppin að föðurbróðir Elísu bjó í næsta húsi og gat skotið yfir þau skjólshúsi á gamlárskvöld og á nóttunni. „Við vorum búin að græja hluta af matnum á gamlárskvöld og kláruðum svo að elda þar.“ Og hún lýsir miklu myrkri: „Það verður myrkur hér – alveg svart myrkur. Það er engin lýsing í nánd þannig að það verður alveg rosalega dimmt.“Fögnuðu með flugeldum Bjarnheiður Júlía Fossdal, bóndi á Melum, segir ljósavélarnar hafa bjargað henni og mörgum sveitungum hennar um áramótin. „Við höfum aldrei hætt að nota þær. Rafmagnið kom ekki fyrr en ‘76 eða ‘77 og þá áttu allir ljósamótora. Við vildum ekki láta þá af hendi og þurftum að gera samning við Orkubúið um að mega hafa þá áfram,“ útskýrir hún. Auk þess séu spýtnakatlar í mörgum húsum sem hægt sé að hita þau upp með. „Við vorum orðin ansi langeyg eftir rafmagninu,“ segir hún samt. Á næsta bæ hafi fólk fagnað á viðeigandi hátt að kvöldi nýársdags. „Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Ég er nú gamall maður og einhvern veginn fannst mér ég vera kominn á forna slóð,“ segir Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Árneshreppi á Ströndum, spurður hvort nokkur hátíðarbragur hafi verið á gamlárskvöldinu í rafmagnsleysinu sem varði á svæðinu í þrjá og hálfan sólarhring. Gunnsteinn, sem er ýmsu vanur, tekur þó fram að hann sé síður en svo aðdáandi þess að vera án rafmagns í lengri tíma. „Þetta er nærri því náttúrulögmál í þessum stórviðrum,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sé hins vegar búið að bæta línurnar mikið og styrkja þær og því sé langt síðan hann hefur verið án rafmagns um svo langa hríð. „Þetta er með því mesta í 20 til 30 ár,“ segir Gunnsteinn, sem hefur heldur aldrei upplifað það að rafmagnið fari yfir hátíðarnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem maður hefur ekki hátíðarmatinn sinn í lagi.“ Gunnsteinn og kona hans, Margrét Jónsdóttir, eyddu áramótunum tvö ein, ornuðu sér við gasprímus og tókst þrátt fyrir allt að elda sér prýðilegasta mat um áramótin. „Það tókst nú til, konan var lagin og við höfðum þarna einhvern kjúklingarétt og brúnaðar kartöflur. Það var bara nokkuð gott.“ Hjónin eru ekki með olíuknúna ljósavél eins og margir aðrir í sveitinni og gátu illa lýst sér eða hitað húsið. „Hitinn í stofunni var kominn niður í sjö gráður,“ segir Gunnsteinn. Þau hafi því haldið til í minnsta herbergi hússins til að ofkælast ekki og stytt sér stundir með því að hlusta á útvarp knúið rafhlöðum. Hann segir þau þó hafa sofið vel, kappklædd. „En auðvitað er maður guðslifandi feginn þegar þessu linnir. Það hverfur náttúrulega öll hreinlætisaðstaða nema klósettið og maður rýkur ekkert í bað við þessar aðstæður.“Börnunum var orðið kalt Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, var einnig ljósavélarlaus ásamt manni sínum og þremur börnum á bænum Árnesi. „Þeim var orðið kalt – við vorum hætt að sofa heima hjá okkur,“ segir hún um börnin sem yljuðu sér við prímus og gengu um gólf með kerti. Annars hafi krökkunum liðið ágætlega. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist þannig að þau eru orðin nokkuð vön.“ Elísa er uppalin í Árneshreppi og fluttist aftur í sveitina 2009. Fjölskyldan var svo heppin að föðurbróðir Elísu bjó í næsta húsi og gat skotið yfir þau skjólshúsi á gamlárskvöld og á nóttunni. „Við vorum búin að græja hluta af matnum á gamlárskvöld og kláruðum svo að elda þar.“ Og hún lýsir miklu myrkri: „Það verður myrkur hér – alveg svart myrkur. Það er engin lýsing í nánd þannig að það verður alveg rosalega dimmt.“Fögnuðu með flugeldum Bjarnheiður Júlía Fossdal, bóndi á Melum, segir ljósavélarnar hafa bjargað henni og mörgum sveitungum hennar um áramótin. „Við höfum aldrei hætt að nota þær. Rafmagnið kom ekki fyrr en ‘76 eða ‘77 og þá áttu allir ljósamótora. Við vildum ekki láta þá af hendi og þurftum að gera samning við Orkubúið um að mega hafa þá áfram,“ útskýrir hún. Auk þess séu spýtnakatlar í mörgum húsum sem hægt sé að hita þau upp með. „Við vorum orðin ansi langeyg eftir rafmagninu,“ segir hún samt. Á næsta bæ hafi fólk fagnað á viðeigandi hátt að kvöldi nýársdags. „Þau fóru beint út að skjóta, ekki endilega út af nýja árinu heldur út af rafmagninu.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira