Innlent

Hækkaðir skattar í ferðaþjónustu skaða Ísland

Karen Kjartansdóttir skrifar
Framkvæmdastjóri Samtaka evróskra ferðaskrifstofa segir boðaðar skattahækkanir í ferðaþjónustu hafa sett allt í uppnám. Ekki sé hægt að hækka verðið eftir að búið að er gera samninga sem miða við þrefalt lægri skatta.

Í samtökunum eru 500 ferðaskrifstofur og segir Tom Jenkins, framkvæmdastjóri þeirra, að þeir sem eigi viðskipti við Ísland vilji fá svör um hvort skatturinn muni virkilega koma til framkvæmda á næsta ári eins og stefnt er að.

„Það er engin spurning að þetta mun skaða Ísland. Þetta er ekki hlutlaus aðgerð þar sem kostnaðinum er velt yfir á neytandann. Gengið hefur verið frá velflestum samningum við milliliði," segir Jenkins.

Tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að virðisaukaskattur í ferðaðþjónustunni hækki úr sjö prósentum í 25 prósent. Jenkins segir það gríðarmikla og skyndilega hækkun sem fyrirtæki ráði ekki við.

„Það er engin spurning að þetta mun skaða Ísland. Þetta er ekki hlutlaus aðgerð þar sem kostnaðinum er velt yfir á neytandann. Gengið hefur verið frá velflestum samningum við milliliði. Þetta er tillaga en ekki formleg yfirlýsing sem hefur verið gefin. Við bíðum því agndofa eftir því sem gerist nú. Frá sjónarhorni þaulhugsaðra, viðskiptalegra hagsmuna er þetta í raun yfirgengileg aðgerð. Ef fara á út í eitthvað slíkt þarf í raun að tilkynna slíkt með margra ára fyrirvara en ekki strax með örskömmum fyrirvara eins og raun ber vitni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×