Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2012 12:29 Snjómokstur er ekki mögulegur á Hrafnseyrarheiði, að mati Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira