Innlent

ÁTVR hafnar "barnalegum“ páskabjór

páskabjórinn ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.
páskabjórinn ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.
„Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR. Hún kostar okkur fullt af peningum," segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.

ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin fór á markað í vikunni. Ástæðan er sú að litur umbúða og myndskreyting þykir höfða sérstaklega til barna, einkum um páska. Í rökstuðningi ÁTVR er einnig vísað til þess að á umbúðum sjáist ekki nægilega vel að um bjór sé að ræða og að áfengisprósentan sé ekki heldur nægilega sjáanleg.

Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu og ætlar að skjóta málinu til fjármálaráðuneytisins. Tekið er fram á framhlið bjórsins að um bjór sé að ræða og hann sé 5,2% að áfengisstyrkleika.

„Páskaungar hafa verið notaðir við sölu á páskavörum heillengi, hvort sem þær eru fyrir fullorða eða börn," segir Óli Rúnar og bætir við að tjón Ölgerðarinnar hlaupi á milljónum því þegar sé búið að brugga hundrað þúsund dósir. Hann undrast ákvörðun ÁTVR, sérstaklega vegna þess að fyrirtækið hafði áður samþykkt þessa hönnun. Þá átti hún að vera á flöskum en eftir að Ölgerðin ákvað að breyta yfir í dósir kom annað hljóð í strokkinn.

Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingstöðum fram yfir páska.-fb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×