Innlent

Svartamarkaðsviðskipti með lúðu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Fisksali sér fram á svartamarkaðsviðskipti með lúðu eftir áramót. Þá tekur gildi reglugerð sjávarútvegsráðherra um almennt bann við lúðuveiðum. Friðun lúðunnar er tilkomin vegna tillögu Hafrannsóknastofnunar.

Nóg er af lúðu í fiskborðum nú. Það mun þó breytast eftir áramótin þegar lúðan verður friðuð. Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, segir að lúðuflakið kosti í dag allt að þrjú þúsund krónur en þegar bannið tekur gildi gæti verðið farið upp í tíu þúsund krónur.

Með almennu banni á lúðuveiðum eru sjómenn skyldaðir til að sleppa í sjóinn aftur lífvænlegri lúðu sem kemur inn með annarri veiði.

Kristján Berg segir að einhverjir myndu kaupa lúðu á tíu þúsund krónur, en ekki margir. „Það gæti vel verið að það yrði meiri eftirspurn þegar þetta er orðið bannað því þá fær fólk að vita að það er eitthvað að sækjast eftir," segir hann.

Samkvæmt reglugerð ráðherra má ekki selja lúðu í hagnaðarskyni heldur skal aflaverðmæti þeirrar lúðu sem kemur að landi renna til rannsókna.

Heldurðu að það gæti orði til svartur markaður með lúðu?

Það stendur ekki á svari hjá Kristjáni: „Já, það getur vel verið. Kannski Hells Angel´s taki þetta að sér," segir hann glettinn.

Nánar í meðfylgjandi myndskeiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×