Viðskipti innlent

Fjármögnun Bjarkar ekki lokið

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Ekki hefur verið lokið við fjármögnun á fagfjárfestasjóðnum Björk. Hann hefur því ekki fjárfest í neinu fyrirtæki fram til þessa.

Baldur Már Helgason sjóðsstjóri gerir ráð fyrir að ljúka fjármögnun innan nokkurra vikna og verði þá um einn og hálfur milljarður króna í sjóðnum. Það er ívið lægri upphæð en stefnt var að í upphafi. Í kjölfarið verður fjárfest í fyrsta sinn, hugsanlega fyrir áramót.

Bjarkarsjóðurinn var stofnaður af Auði Capital og tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur skömmu fyrir jólin 2008 en félagið eiga þau til helminga. Væntingar voru um að sjóðurinn myndi fjárfesta í fimmtán til tuttugu sprotafyrirtækjum sem byggja á auðlindum landsins og með mikla vaxtarmöguleika á þremur árum fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Einkum hefur verið horft til fyrirtækja á sviði endurnýjanlegrar orku, sjávar og vatnsauðlinda.

Auður Capital lagði sjóðnum til hundrað milljóna króna hlutafjárloforð og hefur síðan leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta og lífeyrissjóða eftir innleggi í sjóðinn. - jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×