Innlent

Gögnum um þrotabú safnað

árni páll árnason
árni páll árnason
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féllst á þá röksemd íslenskra stjórnvalda að bíða eftir gögnum, sem varða þrotabú Landsbankans, áður en ákvörðun yrði tekin í Icesave-málinu.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hitti yfirstjórn ESA að máli, en Íslendingum bar að skila svari vegna Icesave fyrir 10. þessa mánaðar. Árni Páll segir stofnunina hafa óskað talnagagna sem nú sé verið að vinna að í ráðuneytinu. Þau verði send ESA fyrir mánaðamót.

„Ég tel nýjustu fréttir um endurheimtur úr búi bankans hafa efnisleg áhrif í málinu,“ segir Árni Páll.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×