Viðskipti innlent

Vilja sjá 1000 ný störf í ferðamannaþjónustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í kvöld.
Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann um 50 þúsund og skapa þannig hið minnsta eitt þúsund störf. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar í ferðaþjónustu hafa ákveðið að ráðast í sérstakt átak með þetta að markmiði.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu í kvöld yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sem samþykktir voru í dag. Þar kemur fram að til þessa verkefnis um eflingu ferðaþjónustunnar verði varið árlega 300 milljónum króna úr ríkissjóði næstu árin gegn því skilyrði að sama fjárhæð komi frá sveitarfélögum og einkaaðilum.

Þá hefur verið ákveðið að efna til klasasamstarfs og að efla samkeppni á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála á grundvelli útfærðra hugmynda Samtaka iðnaðarins.

Stjórnvöld munu í samstarfi við aðila vinnurmarkaðarins, standa fyrir átaki á sviði vinnumarkaðsaðgerða og til að efla menntun í samræmi við tillögut samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins tryggja sameiginlega fjármögnun verkefnisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×