Innlent

Tíu kynferðisbrotamál á borð kirkjunnar 2010

Fagráð þjóðkirkjunnar var stofnað árið 1998. Fram til ársins 2010 höfðu þrjú mál komið inn á borð þess. Nú eru þau orðin þrettán. Sex af þeim tíu málum sem komu til fagráðsins á síðasta ári bárust á síðustu fjórum mánuðum ársins. Þá lét fagráð sig einnig varða eldri mál um ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. Þau eru ekki tilgreind með heildarfjöldanum.
Fagráð þjóðkirkjunnar var stofnað árið 1998. Fram til ársins 2010 höfðu þrjú mál komið inn á borð þess. Nú eru þau orðin þrettán. Sex af þeim tíu málum sem komu til fagráðsins á síðasta ári bárust á síðustu fjórum mánuðum ársins. Þá lét fagráð sig einnig varða eldri mál um ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. Þau eru ekki tilgreind með heildarfjöldanum.
Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar fékk tíu ný mál inn á borð til sín á síðasta ári. Tveimur hefur verið vikið úr starfi, en hvorugur starfaði sem prestur. Fagráðið lítur á öll tilvik sem alvarleg brot. Sum málanna áttu sér stað þegar þolendur voru börn að aldri og eru fyrnd að lögum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar.

Formaður fagráðsins, Gunnar Rúnar Matthíasson, segir að í öllum tilvikum sé þolendum bent á sem fyrsta valkost að leita til lögreglu. Ekkert af málunum hafi þó ratað þangað, líklega vegna þess að mörg þeirra séu fyrnd. „Við erum greinilega enn að vinda ofan af fortíðinni og ég vona að við séum að gera það vel," segir Gunnar.

Ekki er gerður greinarmunur á því hvort gerendur séu prestar eða gegni öðrum störfum innan kirkjunnar.

„Brotin eru ekki síður alvarleg þegar þau verða af hendi þeirra sem hafa minni skyldum að gegna, eins og í æskulýðsstarfi, kórastarfi, safnaðarþjónustu eða öðru," segir Gunnar. „Þó höfum við ekki þurft að sinna mörgum slíkum málum."

Gunnar segir að nauðsynlegt sé að vera vakandi fyrir því að gerendur geti verið af báðum kynjum. „Það er eins með þolendur. Þar horfum við ekki á kynferðisþáttinn, heldur þátt ofbeldis og misnotkunar í hverju máli fyrir sig. Og hann vegur jafnt ef einstaklingur í trúnaðarstöðu brýtur á einhverjum sem treystir honum," segir Gunnar.

Eitt tilvik var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda á síðasta ári og er það ekki eitt af þeim tíu sem komu á borð fagráðsins. Það mál kom upp í æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og er gerandinn annar þeirra sem vikið hefur verið úr starfi. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×