Selma tekur kántríið alla leið 18. febrúar 2011 16:27 Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira