Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda 25. janúar 2011 21:00 „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu. Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu.
Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira