Krummi stefnir á tvær plötur í ár 18. janúar 2011 09:00 Krummi Björgvinsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hyggst gefa út tvær plötur á þessu ári, eina með Mínus og aðra með Legend.Fréttablaðið/Vilhelm „Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira