Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt pólskan karlmann, Tomasz Burdzan, í þriggja og hálfs árs fangelsi. fyrir nauðgun í lok júní í fyrra.

Maðurinn hrinti konunni á skáp eða hillu þannig að hún vankaðist og vissi ekki af sér fyrr en hún lá í rúmi mannsins. Hann hafði svo við hana samræði gegn vilja hennar. Hún fór svo á Neyðarmóttöku vegna nauðgana.

Hinn dæmdi neitaði sök. Dómurinn taldi framburð hans hins vegar afar ótrúverðugan og taldi að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi og haft við hana samræði.

Auk þriggja og hálfs árs fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljón króna í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×