Innlent

Fórnar pólitískum frama fyrir fótboltastrákinn sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ellý Erlingsdóttir er farin til Liverpool ásamt syni sínum.
Ellý Erlingsdóttir er farin til Liverpool ásamt syni sínum.

Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, baðst lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í síðustu viku. Það er óhætt að fullyrða að afsögnin sé komin til af góðu því að hún ætlar að fylgja ungum syni sínum til Englands. Syninum, Kristjáni Gauta Emilssyni 16 ára, hefur boðist samningur við fótboltaakademínua í Liverpool.

„Við tókum þá ákvörðun að styðja hann í þeirri vegferð, þannig að ég sem sagt fer með honum út," segir Ellý, sem er þegar komin til Liverpool. Hún fór frá Íslandi á laugardaginn og sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í síðustu viku.

Ellý segir mikla vinnu vera framundan hjá syni sínum og hann hafi ekki haft áhuga á því að fara einn. Þau mæðginin verði tvö í Liverpool en eiginmaður hennar verði heima á Íslandi að vinna og komi þegar að hann geti í helgarheimsóknir til Liverpool.

Ellý segir að ákvörðunin um að hætta í bæjarstjórn og flytja út hafi á vissan hátt verið erfið. Hún sé hins vegar mjög sátt við hana. Það séu spennandi tímar framundan.

Það er Eyjólfur Sæmundsson varabæjarfulltrúi sem mun taka sæti Ellýjar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.