Milestone-piltur sakar lögregluna um njósnir 27. mars 2010 05:00 Wikileaks. Pilturinn var með fartölvu í fórum sínum sem hann sagði eign Wikileaks. Hann hefur átt við erfiðleika að stríða og dvalið á meðferðarstofnun. Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups. Ríkisútvarpið hafði eftir Julian Assange, forsvarsmanni Wikileaks, á fimmtudag að aðstandendur vefjarins hefðu þurft að sæta njósnum og ofsóknum af hálfu bandarískra yfirvalda eftir að þeir komust yfir myndband sem á að sýna árás bandarískrar herþotu á óbreytta borgara. Unnið hafi verið að tæknilegri vinnslu myndbandsins hér á landi og þá hafi ýmislegt undarlegt farið að gerast. Assange fullyrðir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi fylgt honum í flugvél frá Íslandi til Noregs og að á mánudag hafi íslenskur starfsmaður vefsíðunnar verið handtekinn og yfirheyrður í 21 klukkustund og meðal annars sýndar myndir af Assange, teknar á laun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar höfuðborgarlögreglunnar, staðfestir við Fréttablaðið að ungur maður hafi verið handtekinn á mánudagskvöld við innbrot, og að það sé eina málið sem hugsanlega kunni að tengjast ásökunum Wikileaks-manna. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið, en fullyrðir að handtakan hafi ekkert með Wikileaks að gera og að engin rannsókn standi yfir á vefsíðunni eða forsvarsmönnum hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var pilturinn handtekinn við innbrot í Málningu í Kópavogi. Pilturinn var sá sami og stal trúnaðargögnum úr tölvu lögfræðings Milestone fyrir jól og bauð fjölmiðlum þau síðan til kaups. Þegar pilturinn var handtekinn á mánudag var hann með fartölvu í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagði hann að fartölvan væri eign Wikileaks. Ekki liggur fyrir hvort pilturinn starfar í raun fyrir Wikileaks. Hann hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða og hefur frá því að hann var handtekinn vegna stuldarins frá Milestone dvalið um hríð á meðferðarstofnun fyrir ungmenni. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að um leið og fréttist af málinu hafi það verið kannað í ráðuneytinu og óskað eftir upplýsingum frá lögreglu. Skýr svör hafi fengist um að engin rannsókn stæði yfir. Ragna segir enn fremur útilokað að bandarískir leyniþjónustumenn með lögregluvald hafi verið hér við störf. Til þess hefði þurft að koma til réttarbeiðni að utan. Svo hefði ekki verið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups. Ríkisútvarpið hafði eftir Julian Assange, forsvarsmanni Wikileaks, á fimmtudag að aðstandendur vefjarins hefðu þurft að sæta njósnum og ofsóknum af hálfu bandarískra yfirvalda eftir að þeir komust yfir myndband sem á að sýna árás bandarískrar herþotu á óbreytta borgara. Unnið hafi verið að tæknilegri vinnslu myndbandsins hér á landi og þá hafi ýmislegt undarlegt farið að gerast. Assange fullyrðir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi fylgt honum í flugvél frá Íslandi til Noregs og að á mánudag hafi íslenskur starfsmaður vefsíðunnar verið handtekinn og yfirheyrður í 21 klukkustund og meðal annars sýndar myndir af Assange, teknar á laun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar höfuðborgarlögreglunnar, staðfestir við Fréttablaðið að ungur maður hafi verið handtekinn á mánudagskvöld við innbrot, og að það sé eina málið sem hugsanlega kunni að tengjast ásökunum Wikileaks-manna. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið, en fullyrðir að handtakan hafi ekkert með Wikileaks að gera og að engin rannsókn standi yfir á vefsíðunni eða forsvarsmönnum hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var pilturinn handtekinn við innbrot í Málningu í Kópavogi. Pilturinn var sá sami og stal trúnaðargögnum úr tölvu lögfræðings Milestone fyrir jól og bauð fjölmiðlum þau síðan til kaups. Þegar pilturinn var handtekinn á mánudag var hann með fartölvu í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagði hann að fartölvan væri eign Wikileaks. Ekki liggur fyrir hvort pilturinn starfar í raun fyrir Wikileaks. Hann hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða og hefur frá því að hann var handtekinn vegna stuldarins frá Milestone dvalið um hríð á meðferðarstofnun fyrir ungmenni. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að um leið og fréttist af málinu hafi það verið kannað í ráðuneytinu og óskað eftir upplýsingum frá lögreglu. Skýr svör hafi fengist um að engin rannsókn stæði yfir. Ragna segir enn fremur útilokað að bandarískir leyniþjónustumenn með lögregluvald hafi verið hér við störf. Til þess hefði þurft að koma til réttarbeiðni að utan. Svo hefði ekki verið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira