Endurskoðendur bankanna flengdir 13. desember 2010 06:00 Þrátt fyrir að erlendir sérfræðingar telji nú margt gagnrýnivert við ársskýrslur Landsbankans nokkru fyrir hrun var annað hljóð í strokknum innanlands. Um miðjan september 2008 afhenti Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, glaðbeittum Sigurjóni Þ. Árnasyni, öðrum af tveimur bankastjórum Landsbankans, viðurkenningu fyrir ársskýrslu ársins að mati Stjórnvísi. Tæpum mánuði síðar tók skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins lyklavöldin af Sigurjóni í bankanum. Fréttablaðið/Anton Glitnir og Landsbankinn voru komnir að fótum fram um áramótin 2007 og hefði þá átt að taka bankaleyfið af þeim. Í stað þess að stíga á bremsurnar gáfu þeir í. Eftirlitsaðilar brugðust skyldum sínum og lokuðu augunum fyrir bókhaldsbrellum þeirra. Endurskoðendur Glitnis og gamla Landsbankans eru harðlega gagnrýndir í tveimur skýrslum norskra og franska sérfræðinga um starfsemi bankanna á árunum 2006 og fram að falli þeirra í október 2008. Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) sá um ytri endurskoðun bankanna. Hefði fyrirtækið staðið sig hefði komið í ljós að eiginfjárhlutföll beggja banka voru komin undir lögbundið lágmark Fjármálaeftirlitsins fyrir áramótin 2007 og hefði átt að svipta þá báða bankaleyfi. Þess í stað virðist augunum hafa verið lokað fyrir erfiðleikum og gefið í.Kippur í dauðateygjumLesa má úr skýrslunum báðum að á sama tíma og bankarnir færðust nær endamörkum vegna skorts á lausafé mokuðu helstu eigendur þeirra fé úr sjóðum bankanna. Í raun er tekið fram í skýrslunni um Glitni að eftir mitt ár 2008 virðist sem lánveitingar til aðila tengdra eigendahópi bankanna hafi tekið við af eðlilegri bankastarfsemi.Í lok árs 2007 námu lánveitingar Landsbankans til Eimskips og Icelandic Group samtals 87 milljörðum króna. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, átti félögin að mestu. Þá eru ótalin lán til Actavis, félags sem sonur hans og annar af tveimur aðaleigendum bankans átti að mestu. Árið 2008, sama ár og með réttu hefði átt að vera búið að svipta Glitni bankaleyfi, námu útlán bankans 336 milljörðum króna. Þar af runnu 284 milljarðar króna til tengdra aðila á borð við FL Group, Fons, Baug og tengd félög. FL Group var á sama tíma stærsti eigandi Glitnis og Baugur helsti eigandi FL Group. Aðeins í september námu lán til þeirra 85 milljörðum króna.Hausnum stungið í sandinnNorska fyrirtækið Cofisys vann skýrsluna um Glitni og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrsluna um Landsbankann. Báðar skýrslurnar voru unnar að tilstuðlan Evu Joly fyrir embætti sérstaks saksóknara.Skýrslurnar byggja á vinnugögnum sem hald var lagt á í húsakynnum endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC) í október í fyrra auk lánabóka beggja banka frá 31. desember 2002. Skýrsluhöfundar hjá Lynx taka það þó reyndar fram að þeir hafi aðeins haft brot úr rannsóknarskýrslu Alþingis til hliðsjónar. PwC var endurskoðandi reikninga beggja banka. Húsleit var sömuleiðis gerð hjá KPMG, sem endurskoðaði reikninga Kaupþings. Ekki er því útilokað að sambærileg skýrsla komi út um starfsemi Kaupþings.Í báðum skýrslum er skýrt tekið fram að endurskoðendur hafi átt að sjá gloppur í bókhaldinu frá árinu 2006 og fram að hruni. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir því að stjórnendur bankanna ofmátu eignir hvert einasta ár, sprenging varð í veitingu lána til tengdra aðila fram að hruni – í nokkrum tilvikum tryggð með lélegum veðum, stundum engum. Þá virðist sem augunum hafi verið lokað fyrir öðrum undarlegum gjörningum, svo sem óeðlilegum fjölda kúlulána til eigenda bankanna, stjórnenda og einstaklinga tengdra þeim. Slík lán tíðkast alla jafna ekki í öðrum löndum þar sem þau þykja afar áhættusöm, líkt og bent er á í skýrslunni um Glitni. Til að bæta gráu ofan á svart láðist endurskoðendum að gera athugasemdir við umsvifamikil viðskipti Glitnis og Landsbankans.Endurskoðendur virðist hafa stuðst nær eingöngu við þau gögn sem bankarnir sendu þeim í tengslum við endurskoðun reikninga og ekki kallað eftir skýringum og frekari gögnum líkt og þeim bar skylda til.Skýrsluhöfundar segja trassaskap endurskoðenda og vanhöld á skilvirku eftirliti og athugasemdum við ársreikninga hafa valdið því að bankarnir héldu lífi mun lengur en þeir hafi með réttu átt að gera. Í skýrslu Cofisys um Glitni er bent á að eiginfjárhlutfall bankans hafi verið 4,5 prósent í lok árs 2007. Það er tvöfalt lægra en Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um og var bankinn því með réttu andvana löngu áður en hann féll í faðm ríkisins í október 2008. Það sama á við um Landsbankann.Vill klára að lesa skýrslunaEftir því sem næst verður komist hafði slitastjórn Landsbankans í lok síðustu viku ekki fengið eintak af skýrslu Lynx um starfsemi gamla bankans.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, óskaði á föstudag eftir því við embætti sérstaks saksóknara að fá eintak, sem barst henni samdægurs í hendur.Eins og áður sagði eru á meðal gagna vinnugögn PwC sem notuð voru við áritun árshluta- og ársreikninga bankanna. Slitastjórnir bankanna hafa óskað eftir þeim gögnum hjá PwC og embætti sérstaks saksóknara en ekki fengið. Steinunn gat á föstudag ekki sagt til um það hvort og þá hvernig slitastjórnin muni bregðast við eftir lestur skýrslunnar.„Við munum fara yfir skýrsluna. Við höfum verið með okkar eigin rannsókn á bókhaldi Glitnis. Ef eitthvað hefur vantað upp á hjá okkur munum við bregðast við því. Þangað til get ég ekki tjáð mig um hana,“ segir hún. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Glitnir og Landsbankinn voru komnir að fótum fram um áramótin 2007 og hefði þá átt að taka bankaleyfið af þeim. Í stað þess að stíga á bremsurnar gáfu þeir í. Eftirlitsaðilar brugðust skyldum sínum og lokuðu augunum fyrir bókhaldsbrellum þeirra. Endurskoðendur Glitnis og gamla Landsbankans eru harðlega gagnrýndir í tveimur skýrslum norskra og franska sérfræðinga um starfsemi bankanna á árunum 2006 og fram að falli þeirra í október 2008. Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) sá um ytri endurskoðun bankanna. Hefði fyrirtækið staðið sig hefði komið í ljós að eiginfjárhlutföll beggja banka voru komin undir lögbundið lágmark Fjármálaeftirlitsins fyrir áramótin 2007 og hefði átt að svipta þá báða bankaleyfi. Þess í stað virðist augunum hafa verið lokað fyrir erfiðleikum og gefið í.Kippur í dauðateygjumLesa má úr skýrslunum báðum að á sama tíma og bankarnir færðust nær endamörkum vegna skorts á lausafé mokuðu helstu eigendur þeirra fé úr sjóðum bankanna. Í raun er tekið fram í skýrslunni um Glitni að eftir mitt ár 2008 virðist sem lánveitingar til aðila tengdra eigendahópi bankanna hafi tekið við af eðlilegri bankastarfsemi.Í lok árs 2007 námu lánveitingar Landsbankans til Eimskips og Icelandic Group samtals 87 milljörðum króna. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, átti félögin að mestu. Þá eru ótalin lán til Actavis, félags sem sonur hans og annar af tveimur aðaleigendum bankans átti að mestu. Árið 2008, sama ár og með réttu hefði átt að vera búið að svipta Glitni bankaleyfi, námu útlán bankans 336 milljörðum króna. Þar af runnu 284 milljarðar króna til tengdra aðila á borð við FL Group, Fons, Baug og tengd félög. FL Group var á sama tíma stærsti eigandi Glitnis og Baugur helsti eigandi FL Group. Aðeins í september námu lán til þeirra 85 milljörðum króna.Hausnum stungið í sandinnNorska fyrirtækið Cofisys vann skýrsluna um Glitni og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrsluna um Landsbankann. Báðar skýrslurnar voru unnar að tilstuðlan Evu Joly fyrir embætti sérstaks saksóknara.Skýrslurnar byggja á vinnugögnum sem hald var lagt á í húsakynnum endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC) í október í fyrra auk lánabóka beggja banka frá 31. desember 2002. Skýrsluhöfundar hjá Lynx taka það þó reyndar fram að þeir hafi aðeins haft brot úr rannsóknarskýrslu Alþingis til hliðsjónar. PwC var endurskoðandi reikninga beggja banka. Húsleit var sömuleiðis gerð hjá KPMG, sem endurskoðaði reikninga Kaupþings. Ekki er því útilokað að sambærileg skýrsla komi út um starfsemi Kaupþings.Í báðum skýrslum er skýrt tekið fram að endurskoðendur hafi átt að sjá gloppur í bókhaldinu frá árinu 2006 og fram að hruni. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir því að stjórnendur bankanna ofmátu eignir hvert einasta ár, sprenging varð í veitingu lána til tengdra aðila fram að hruni – í nokkrum tilvikum tryggð með lélegum veðum, stundum engum. Þá virðist sem augunum hafi verið lokað fyrir öðrum undarlegum gjörningum, svo sem óeðlilegum fjölda kúlulána til eigenda bankanna, stjórnenda og einstaklinga tengdra þeim. Slík lán tíðkast alla jafna ekki í öðrum löndum þar sem þau þykja afar áhættusöm, líkt og bent er á í skýrslunni um Glitni. Til að bæta gráu ofan á svart láðist endurskoðendum að gera athugasemdir við umsvifamikil viðskipti Glitnis og Landsbankans.Endurskoðendur virðist hafa stuðst nær eingöngu við þau gögn sem bankarnir sendu þeim í tengslum við endurskoðun reikninga og ekki kallað eftir skýringum og frekari gögnum líkt og þeim bar skylda til.Skýrsluhöfundar segja trassaskap endurskoðenda og vanhöld á skilvirku eftirliti og athugasemdum við ársreikninga hafa valdið því að bankarnir héldu lífi mun lengur en þeir hafi með réttu átt að gera. Í skýrslu Cofisys um Glitni er bent á að eiginfjárhlutfall bankans hafi verið 4,5 prósent í lok árs 2007. Það er tvöfalt lægra en Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um og var bankinn því með réttu andvana löngu áður en hann féll í faðm ríkisins í október 2008. Það sama á við um Landsbankann.Vill klára að lesa skýrslunaEftir því sem næst verður komist hafði slitastjórn Landsbankans í lok síðustu viku ekki fengið eintak af skýrslu Lynx um starfsemi gamla bankans.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, óskaði á föstudag eftir því við embætti sérstaks saksóknara að fá eintak, sem barst henni samdægurs í hendur.Eins og áður sagði eru á meðal gagna vinnugögn PwC sem notuð voru við áritun árshluta- og ársreikninga bankanna. Slitastjórnir bankanna hafa óskað eftir þeim gögnum hjá PwC og embætti sérstaks saksóknara en ekki fengið. Steinunn gat á föstudag ekki sagt til um það hvort og þá hvernig slitastjórnin muni bregðast við eftir lestur skýrslunnar.„Við munum fara yfir skýrsluna. Við höfum verið með okkar eigin rannsókn á bókhaldi Glitnis. Ef eitthvað hefur vantað upp á hjá okkur munum við bregðast við því. Þangað til get ég ekki tjáð mig um hana,“ segir hún.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira