Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu 27. nóvember 2010 07:45 Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan.Fréttablaðið/GVA Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira