Lífið

Forsetahjón hlupu í skarðið fyrir Jón Gnarr

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff mæta á jólahátíð fatlaðra. Jón Gnarr svaraði ekki boðum aðstandenda hátíðarinnar.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff mæta á jólahátíð fatlaðra. Jón Gnarr svaraði ekki boðum aðstandenda hátíðarinnar.
André Bachmann, sem hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrr á árinu, vonast eftir að um 1.500 manns mæti á jólahátíð fatlaðra sem verður haldin á Hilton-hótelinu 8. desember.

Sérstakir gestir verða forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Þetta verður í annað sinn sem sérstakir gestir verða á hátíðinni, en erfiðlega hefur gengið að fá þá til að mæta. Sá fyrsti þáði boðið fyrir fimm árum, eða Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra. „Mér þótti afskaplega vænt um það,“ segir André, sem reyndi fyrst að fá borgarstjórann Jón Gnarr til að koma í ár.

Svo virðist sem André hafi þurft að fara aftast í röðina því margir hafa þurft að bíða lengi eftir því að ná sambandi við hinn eftirsótta Jón. „Ég beið eftir svari í fimm vikur en fékk engin svör. Þá sendi ég póst á forsetann klukkan 10 að morgni og hann svaraði upp úr klukkan 13,“ útskýrir hann. „Þetta fannst mér gott og ég er voða stoltur. Hann hefði gaman af að sjá mína skjólstæðinga skemmta sér af gleði. Þessi fallegu augu og bros. Þetta er svo einlægt fólk og þakklátt.“

Hljómsveitin The Charlies, Ingó Veðurguð, Bubbi og Raggi Bjarna verða á meðal flytjenda á jólahátíðinni, sem er nú haldin í 28. sinn.„Ég sendi Ölmu [Guðmundsdóttur] póst og fékk ægilega fallegt bréf til baka sem snart mig. Þetta eru afskaplega indælar stúlkur og þær hugsa fallega líka,“ segir André um stúlkurnar í The Charlies sem eru búsettar í Los Angeles. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×