Viðskipti innlent

Bakkavör velti tæpum 333 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bakkavör velti tæpum 333 milljörðum króna í fyrra. Mynd/ Vilhelm.
Bakkavör velti tæpum 333 milljörðum króna í fyrra. Mynd/ Vilhelm.
Bakkavör Group var stærsta fyrirtækið á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Velta fyrirtækisins nam tæpum 333 milljörðum. Rit þeirra, 300 stærstu, kom út í dag. Actavis var næststærsta fyrirtækið með tæplega 267 milljarða króna veltu og Icelandic Group er þriðja fyrirtækið í röðinni með um 179 milljarða veltu.

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion eru allir á lista yfir 10 stærstu fyrirtækin í fyrra. Stærstur þeirra er Landsbankinn sem velti tæpum 117 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×