Hefðu getað lækkað Icesave kröfur verulega Ingimar Karl Helgason skrifar 11. október 2010 12:00 Íslensk stjórnvöld hefðu getað takmarkað kröfur vegna Icesave reikninga um tugi ef ekki hundruð milljarða, með frumvarpi til laga sem lá fullbúið í viðskiptaráðuneytinu, í ársbyrjun 2008. Ráðherra þorði hins vegar ekki að leggja frumvarpið fram vegna óróleika á mörkuðum. Enn er ósamið við Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans; en bankinn safnaði, fyrir hrun, hundruðum millarða króna í innlán í þessum löndum. Fram kom í vikuritinu Fréttatímanum á dögunum, að kröfur í Landsbankans, vegna svonefndra heildsöluinnlána og peningamarkaðsinnlána, geti numið 200 milljörðum króna. Mikið var um að sveitarfélög í Bretlandi og sjóðir stéttarfélaga legðu fé inn á Icesave með þessum formerkjum. Í tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar, er heimild til að undanskilja heildsöluinnlán, tryggingavernd. Þetta vissu menn hér, og var í gangi vinna við að breyta lögum um tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta; meðal annars að þessu leyti; að undirlagi Björgvins G. Sigurðssonar. Samin voru drög að frumvarpi og fékk rannsóknarnefnd Alþingis eintak af því. Það var dagsett í janúar 2008. Rannsóknarnefndin fékk svör viðskiptaráðuneytis um málið. Þar segir að ráðherrann hefði ákveðið að ekki væri ráðlegt að leggja fram frumvarp um þetta að svo stöddu. Það gæti leitt til frekari óróleika á fjármálamörkuðum, og jafnvel skapað hættu á áhlaupi á banka og sparisjóði. Málið var samt áfram rætt; til dæmis í samráðsnefnd um fjármálastöðugleika langt fram á vor 2008; en niðurstaðan varð hin sama. Rannsóknarnefnd Alþingis vekur athygli á því í skýrslu sinni, að ekkert komi fram um þetta mál í fundargerðum ríkisstjórnarinnar. Björgvin sagði samt við nefndina að forsætisráðherra hefði gert tillögu um að frumvarpið yrði ekki flutt. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði við nefndina að sér hefði ekki verið kunnugt um frumvarpið, en Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, mundi samt sem áður eftir umræðu um málið í ríkisstjórn. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hefðu getað takmarkað kröfur vegna Icesave reikninga um tugi ef ekki hundruð milljarða, með frumvarpi til laga sem lá fullbúið í viðskiptaráðuneytinu, í ársbyrjun 2008. Ráðherra þorði hins vegar ekki að leggja frumvarpið fram vegna óróleika á mörkuðum. Enn er ósamið við Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans; en bankinn safnaði, fyrir hrun, hundruðum millarða króna í innlán í þessum löndum. Fram kom í vikuritinu Fréttatímanum á dögunum, að kröfur í Landsbankans, vegna svonefndra heildsöluinnlána og peningamarkaðsinnlána, geti numið 200 milljörðum króna. Mikið var um að sveitarfélög í Bretlandi og sjóðir stéttarfélaga legðu fé inn á Icesave með þessum formerkjum. Í tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar, er heimild til að undanskilja heildsöluinnlán, tryggingavernd. Þetta vissu menn hér, og var í gangi vinna við að breyta lögum um tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta; meðal annars að þessu leyti; að undirlagi Björgvins G. Sigurðssonar. Samin voru drög að frumvarpi og fékk rannsóknarnefnd Alþingis eintak af því. Það var dagsett í janúar 2008. Rannsóknarnefndin fékk svör viðskiptaráðuneytis um málið. Þar segir að ráðherrann hefði ákveðið að ekki væri ráðlegt að leggja fram frumvarp um þetta að svo stöddu. Það gæti leitt til frekari óróleika á fjármálamörkuðum, og jafnvel skapað hættu á áhlaupi á banka og sparisjóði. Málið var samt áfram rætt; til dæmis í samráðsnefnd um fjármálastöðugleika langt fram á vor 2008; en niðurstaðan varð hin sama. Rannsóknarnefnd Alþingis vekur athygli á því í skýrslu sinni, að ekkert komi fram um þetta mál í fundargerðum ríkisstjórnarinnar. Björgvin sagði samt við nefndina að forsætisráðherra hefði gert tillögu um að frumvarpið yrði ekki flutt. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði við nefndina að sér hefði ekki verið kunnugt um frumvarpið, en Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, mundi samt sem áður eftir umræðu um málið í ríkisstjórn.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira