Innlent

Jóhanna nýtur lögregluverndar en Steingrímur ekki

Valur Grettisson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Lögreglumaður á vegum Ríkislögreglustjórans fylgir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hvert fótmál og hefur gert síðan mótmælin hófust við setningu Alþingis samkvæmt heimildum Vísis.

Það er Ríkislögreglustjóri sem annast öryggisgæslu ráðamanna þjóðarinnar og metur hvort þörf sé á því að vernda þá. Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu DV þá kemur fram að lögreglumaðurinn sé sérsveitamaður.

Litlar upplýsingar var um málið að hafa aðrar en þær að Jóhanna nýtur verndar eftir að mótmælin hófust.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nýtur ekki samskonar verndar og Jóhanna samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×