Innlent

Telur moskuna eyða fordómum

Salmann Tamimi segist ekki kippa sér upp við andstöðu við moskubyggingu í Reykjavík.
Salmann Tamimi segist ekki kippa sér upp við andstöðu við moskubyggingu í Reykjavík.
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík ekki koma sér á óvart. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins eru tæp 42 prósent landsmanna andvíg byggingunni. Tæp 37 prósent sögðust styðja byggingu mosku.

Salmann segir í viðtali við Fréttablaðið að tölurnar komi honum ekki á óvart. „Það er enn mikil vanþekking á því, hér á landi, hvað felst í því að vera múslimi. En þetta er líka okkar land og okkar borg og ég vil bara hvetja fólk til að styðja okkur í að búa til þessa menningarmiðstöð og koma okkur í fremstu röð hvað varðar jafnrétti og fallegt samfélag.“

Milli 1.000 og 1.500 múslimar eru á Íslandi. Félag múslima sótti fyrst um lóð undir mosku fyrir tíu árum en málið er enn óklárað. Salmann segist hafa fundið meðbyr með málstað Félags múslima undanfarið og tilkoma moskunnar muni eyða fáfræði og fordómum. „Þetta verður merki um það hvað okkar samfélag er fjölbreytt, að mannréttindi séu virt og ein lög gildi um alla.“ - þj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×