Innlent

Lokakaflinn að klárast

Síðasti kafli Suðurstrandarvegar, milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, hefur verið boðinn út og sér nú loks fyrir endann á verkefni, sem kallað hefur verið margsvikna kosningaloforðið

Síðasti kaflinn er fimmtán kílómetra langur milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur og á verkinu að vera að fullu lokið haustið 2012, eftir tvö ár. Það var í tengslum við kjördæmabreytingu, þegar Suðurkjördæmi varð til, sem vegurinn átti að koma og því þá lofað að hann yrði að mesti tilbúinn árið 2004, en svo oft voru fjárveitingar skornar niður að menn töluðu um margsvikið kosningaloforð.

Vegagerðin hefur þó þokast áfram. Kafli milli Þorlákshafnar og Selvogs var opnaður síðastliðinn vetur og í síðustu viku var slitlag lagt á nýjan kafla við Vogsósa og er nú búið að færa veginn suður fyrir Hlíðarvatn en hann hefur til þessa legið norðan vatnsins.

Þá eru KNH-verktakar að vinna í kaflanum milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur en stefnt er að því að hann verði tilbúinn næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×