Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden 20. september 2010 17:53 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að erfiðara sé að fá fund með Jóni Gnarr en Osama Bin Laden. „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli." Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli."
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira