Innlent

Svíar ganga að kjörborðinu á morgun

Stokkhólmur. Mynd úr safni.
Stokkhólmur. Mynd úr safni.

Svíar ganga að kjörborðinu á morgun og gefa skoðanakannanir til kynna að bandalag mið- og hægriflokka undir forsæti Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra haldi velli.

Þá er búist við að smáflokkur sem berst gegn veru innflytjenda í Svíþjóð komi fólki á þing í fyrsta skipti.

Flokkurinn sem kallast Sænskir demókratar segja flóð innflytjenda ógna sænska velferðarkerfinu og kannanir sýna að flokknum hefur tekist að fá meira en fjögurra prósenta fylgi, sem er nauðsynlegt til að koma manni á þing.

Staða flokksins getur valdið vandræðum við stjórnarmyndun, því ef hvorki bandalag mið- og hægriflokka, né bandalag vinstri flokkanna nær meirihluta í kosningunum gæti þurft að semja við nýja flokkinn. En hvorugt stóru bandalaganna við eiga stjórnrmeirihluta undir stuðningi frá flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×