Landeyjahöfn „eitt stórt klúður“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. september 2010 10:09 Grétar Mar var andvígur gerð Landeyjahafnar. Mynd: E.Ól. „Þetta er bara eitt stórt klúður," segir Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, sem varaði mjög við byggingu Landeyjahafnar fyrir Herjólf. Grétar á að baki þrjátíu ára reynslu sem sjómaður og þegar hann sat á þingi talaði hann gegn því að Landeyjahöfn yrði byggð á þann hátt sem gert var. „Ég taldi að þetta yrði aldrei nothæft. Núna er að koma í ljós a sandburðurinn er miklu meiri en reiknað var með," segir Grétar. Hann lagði einnig til að fyrst farið var út í þetta verkefni að gamla höfn Herjólfs við Þorlákshöfn yrði varahöfn í minnst ár eftir að Landeyjahöfn væri tekin í notkun. Utan sandburðar segir Grétar að veður og vindar hafi meiri áhrif á siglingar í Landeyjahöfn en reiknað hefur verið með. „Veðrið hefur verið tiltölulega gott hingað til. Við eigum eftir að sjá miklu meiri vind þarna. Þegar það kemur sunnan- eða suðvestanátt má búast við að þarna verði allt ófært jafnvel þó enginn sandur væri í höfninni," segir hann. Grétar og aðrir þeir sem gagnrýndu Landeyjahöfn voru útmálaðir sem úrtölumenn og sagðir ala á neikvæðni. Hann telur þó að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og aðrir þeir sem tóku illa í gagnrýnina hafi í einlægni sinni trúað því að verkefnið yrði farsælt. „Þetta leit ákaflega vel út á teikninborðinu. Þeir trúðu bara verkfræðingunum sem unnu þetta. Mér finnst þetta bara klassískt dæmi um að ekki er hlustað á fólk með reynslu," segir Grétar. Ástandið er mjög alvarlegt nú að mati Grétars. Eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun var hætt að niðurgreiða flug Flugfélags Íslands til Vestmannaeyja og þess í stað fer Ernir færri ferðir á minni vélum. Sjóleiðin er því sú leið sem reiknað er með að fólk nýti sér í mestum mæli. „Vestmannaeyingar eru komnir afturábak í samgöngumálum um tuttugu, þrjátíu ár," segir Grétar. Sú leið sem Grétar vildi upphaflega fara var að kaupa nýjan Herjólf sem væri hraðskreiðari þannig að ferðin tæki um níutíu mínútur. Hann leggur nú til að gerður verði þjónustusamningur sem allra fyrst við Þorlákshöfn þannig að hægt verði að nýta hana þar til endanleg lausn finnst á málinu. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
„Þetta er bara eitt stórt klúður," segir Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, sem varaði mjög við byggingu Landeyjahafnar fyrir Herjólf. Grétar á að baki þrjátíu ára reynslu sem sjómaður og þegar hann sat á þingi talaði hann gegn því að Landeyjahöfn yrði byggð á þann hátt sem gert var. „Ég taldi að þetta yrði aldrei nothæft. Núna er að koma í ljós a sandburðurinn er miklu meiri en reiknað var með," segir Grétar. Hann lagði einnig til að fyrst farið var út í þetta verkefni að gamla höfn Herjólfs við Þorlákshöfn yrði varahöfn í minnst ár eftir að Landeyjahöfn væri tekin í notkun. Utan sandburðar segir Grétar að veður og vindar hafi meiri áhrif á siglingar í Landeyjahöfn en reiknað hefur verið með. „Veðrið hefur verið tiltölulega gott hingað til. Við eigum eftir að sjá miklu meiri vind þarna. Þegar það kemur sunnan- eða suðvestanátt má búast við að þarna verði allt ófært jafnvel þó enginn sandur væri í höfninni," segir hann. Grétar og aðrir þeir sem gagnrýndu Landeyjahöfn voru útmálaðir sem úrtölumenn og sagðir ala á neikvæðni. Hann telur þó að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og aðrir þeir sem tóku illa í gagnrýnina hafi í einlægni sinni trúað því að verkefnið yrði farsælt. „Þetta leit ákaflega vel út á teikninborðinu. Þeir trúðu bara verkfræðingunum sem unnu þetta. Mér finnst þetta bara klassískt dæmi um að ekki er hlustað á fólk með reynslu," segir Grétar. Ástandið er mjög alvarlegt nú að mati Grétars. Eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun var hætt að niðurgreiða flug Flugfélags Íslands til Vestmannaeyja og þess í stað fer Ernir færri ferðir á minni vélum. Sjóleiðin er því sú leið sem reiknað er með að fólk nýti sér í mestum mæli. „Vestmannaeyingar eru komnir afturábak í samgöngumálum um tuttugu, þrjátíu ár," segir Grétar. Sú leið sem Grétar vildi upphaflega fara var að kaupa nýjan Herjólf sem væri hraðskreiðari þannig að ferðin tæki um níutíu mínútur. Hann leggur nú til að gerður verði þjónustusamningur sem allra fyrst við Þorlákshöfn þannig að hægt verði að nýta hana þar til endanleg lausn finnst á málinu.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira