Viðskipti innlent

Fleiri 11-11 verslunum verður lokað

 Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupháss, skoðar ananas og melónur með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra.Fréttablaðið/GVA
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupháss, skoðar ananas og melónur með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra.Fréttablaðið/GVA

Kaupás hefur lokað þremur matvöruverslunum 11-11 á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið; einni við Skipholt og annarri við Kirkjustétt í Grafarholti. Um síðustu áramót lokaði fyrirtækið annarri 11-11 verslun við Skúlagötuna. Verslanir undir merkjum 11-11 eru nú fimm talsins.

„Þessar einingar eru ekki hagkvæmar lengur. Við erum jú með Krónuna og fimm Nóatúns-verslanir, sem eru opnar allan sólarhringinn,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss og Norvikur, móðurfélags Kaupáss.

Norvik keypti Kaupás árið 2003. Jón Helgi bendir á að þá hafi verslanirnar verið á bilinu fjörutíu til fimmtíu. Mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum sjö árum, umhverfið breyst og verslunum verið fækkað í takt við það.

Kaupás rekur nú 27 matvöruverslanir. Tólf eru undir merkjum Krónunnar. Verslanir Nóatúns, 11-11 og Kjarvals eru fimmtán, fimm undir hverju merki.

Spurður hvort núverandi verslunum verði fækkað frekar í nánustu framtíð segir Jón Helgi svo verða. „Þeim mun eitthvað fækka.“- jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×