Fóðra kanínur í trássi við reglur borgarinnar Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi í Elliðaárdalnum, segir að kanínur hafi verið þar um langt skeið. "Ég held að fyrsta kanínan hafi komið úr hverfinu hér fyrir ofan. Svo eru einhverjir sem hafa komið og skilið kanínur hér eftir. En þegar fólk spyr hvort við eigum þær segi ég nei. Þær hljóta að eiga sig sjálfar,“ segir Jón Þorgeir. Fréttablaðið/stefán Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir. Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir.
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00