Innlent

Vill ekki útiloka Hreyfinguna

Lilja mósesdóttir
Lilja mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir „algjörlega ótímabært" að tala um hvort hún sameinist að einhverju leyti Hreyfingunni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, bauð þá flokksmenn VG sem vildu velkomna í sinn flokk í blaðinu í gær. Lilja segist finna fyrir miklum stuðningi almennra kjósenda VG og vilji ekki bregðast þeim nema nauðbeygð.

„Það hafa margir, aðallega pólitískir andstæðingar, sagt að ég eigi betur heima þar. Margir sem kusu Hreyfinguna kusu áður VG og þetta er því svipaður kjósendahópur. Ég starfaði með Þór Saari í búsáhaldabyltingunni og hef þekkt hann lengur en marga í VG. Þannig að ég kann mjög vel við þau í Hreyfingunni. En mér líður ágætlega í VG og á þar mjög gott samstarf við marga," segir Lilja.

Spurð hvort hún útiloki slíkt samstarf, jafnvel með fleiri þingmönnum úr VG, en blaðið hefur haft veður af slíkum þreifingum, segist Lilja ekki vilja svara því, hún hafi ekki hugsað þau mál í þaula: „Við vinstrimenn viljum hafa gott samstarf, og hvort sem við enduðum í sama flokknum eða störfuðum saman á ólíkum sviðum, held ég að sé bara algjörlega ótímabært að segja um. Ég væri líka mjög ánægð með það ef Hreyfingin gengi í VG!" - kóþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×