Innlent

„Hún hefði ekki þurft að deyja“

Hann segir að vinkona sín hefði ekki þurft að deyja.
Hann segir að vinkona sín hefði ekki þurft að deyja. Mynd/Stöð2
Ógæfumaður segir fordóma heilbrigðisyfirvalda hafa kostað vinkonu sína lífið. Hún lést í gær skömmu eftir að sjúkraflutningamenn höfðu yfirgefið íverustað þeirra.

Í gámunum úti á Granda býr ógæfufólk í sérútbúnum smáhýsum. Í gærkvöldi vinkona ógæfumanns sem hefur verið búsettur í smáhýsinu um nokkurt skeið. Hún hafði verið sprautufíkill til margra ára og kenndi sér meins seinni partinn í gær. Félagi fólksins sem var staddur hjá þeim hringdi á sjúkrabíl og reyndi hann lífgunartilraunir á konunni.

Hann segir að sjúkraflutningamenn hafi komið á staðinn en þá hafi hjartað verið komið í lag. Þeir hafi ekki viljað taka konuna með sér.„Hún hefði ekki þurft að deyja ef þeir hefðu tekið hana með sér upp á spítala en þeir vildu ekki taka hana," segir vinur konunnar.

Hann segist finna fyrir miklum fordóum vegna sinnar þjóðfélagslegu stöðu og segir að hún hefði ekki þurft að deyja ef sjúkraflutningamennirnir hefðu tekið hana með sér upp á spítala en þeir vildu ekki taka hana.

Samkvæmt upplýsingum frá neyðarlínunni vegna þessa máls var hringt inn 18.45 og tilkynnt um látna konu og sjúkrabíll sendur á staðinn. Fjórum mínútum síðar var aftur hringt til að fylgja eftir fyrri tilkynningu en þá var sjúkrabíllinn rétt ókominn. Sjúkraflutningamenn hittu konuna og afgreiddu útkallið á staðnum. Önnur hringing barst 23:55 og tilkynnt um látna konu. Þegar lögregla og sjúkrabíll koma á staðinn var konan látin.

Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í samtali við fréttastofu að sjúkraflutningar og Neyðarlínan leggi sig fram við að veita þessum hópi sem og öðrum sína bestu þjónustu.

Smáhýsin eru á vegum Reykjavíkurborgar undir velferðarráði. Hvorki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann ráðsins, né Stellu K. Víðisdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×