Lífið

Makalaus í nýju ástarfagi í háskólanum

Þorbjörg Marinósdóttir (Tobba) rithöfundur.
Þorbjörg Marinósdóttir (Tobba) rithöfundur.

„Ég er bæði upp með mér og einstaklega stolt yfir því að ég fái að fljóta með í fagi þar sem bókmenntadrottningar eins og Jane Austen og kóngurinn Halldór Laxness verða kennd," svarar rithöfundurinn Þorbjörg Marínósdóttir, eða Tobba eins og hún er kölluð, spurð hvernig það leggst í hana að bókin hennar Makalaus er notuð við kennslu í svokölluðu ástarfagi í Háskóla Íslands.

„Ég kann bæði Sölku Völku og Sjálfstætt fólk utan að. Mig langar mest að skrá mig í þetta fag. Það hljómar alveg dásamlega. Allskonar ástartengdar bókmenntir kenndar," segir hún.

„Ég er núna á fullu að undirbúa sjónvarpsseríuna Makalaus sem kvikmynduð verður í haust auk þess sem ég er byrjuð á nýrri bók," segir Tobba spurð hvað hún aðhefst um þessar mundir.

„Ég fæ reglulega tölvupósta frá dásamlegum konu og mönnum sem heimta framhald og ég mun að sjálfsögðu verða við því með glöðu geði," segir Tobba.

Við spáðum fyrir Tobbu ekki alls fyrir löngu. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×