Innlent

Bjarni sakar VG um tvískinnung

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir holan hljóm vera í gagnrýni VG í Magma málinu. Mynd/ GVA.
Bjarni Benediktsson segir holan hljóm vera í gagnrýni VG í Magma málinu. Mynd/ GVA.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Vinstri græna um tvískinnung í afstöðu flokksins til fjárfestinga erlendra aðila í íslensku atvinnulífi.

Eins og fram hefur komið vill Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra að kaup Magma Energy á HS-orku verði rannsökuð. Fleiri þingmenn VG taka í sama streng og Svandís. Þeirra á meðal er Ögmundur Jónasson. Bjarni segir þetta ekki vera í takti við ákvarðanir flokksins varðandi sjávarútvegsauðlindina.

„Vinstri grænir, sem nú segjast ætla að slá vörð um íslenska eignaraðild og nýtingu á íslenskum auðlindum, er sama fólkið og ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er sama fólkið og með atkvæði sínu lýsti því yfir að það væri tilbúið að hleypa erlendri fjárfestingu inn í sjávarútveginn á Íslandi," segir Bjarni. Hann segir því holan hljóm vera í gagnrýni VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×