Innlent

16 ára háskólanemi fær ekki námslán

Klara Lind Gylfadóttir sem er 16 ára nýstúdent á leið í jarðfræði í Háskóla Íslands í haust, fær ekki námslán þar sem hún er ekki fjárráða. Engu að síður getur hún sótt um stúdentaíbúð. Þetta kom fram í viðtali við hana Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Klara Lind er afar ósátt við að njóta ekki sömu réttinda og aðrir háskólanemar vegna þess hversu ung hún er. Foreldrar hennar búa úti á landi og því þarf hún að leigja íbúð í Reykjavík.

Klöru Lind þykir sárt að foreldrar hennar þurfi að framfleyta henni eða að hún sé tilneydd til að vinna með náminu, þar sem hún fær ekki námslán.



Móðir hennar bendir á að nemendur utan af landi sem fari í menntaskóla fjarri heimahögum fái dreifbýlisstyrk, en hann fá ekki háskólanemar. Engu að síður er Klara Lind á menntaskólaaldri og á ekki rétt á námslánum.



Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum Hraðbraut.



Sjá myndskeið hér







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×