Innlent

Icesave gæti tafið endurskoðun AGS

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fulltrúar AGS á Kjarvalsstöðum í gær.
Fulltrúar AGS á Kjarvalsstöðum í gær.

Yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi útilokar ekki að Icesave málið kunni að tefja þriðju endurskoðun sjóðsins á efnhagsáætlun Íslands. Hann segir hins vegar að sjóðurinn setji ekki það skilyrði fyrir frekari lánveitingum að Icesave málið verði klárað.

Fyrsta endurskoðun stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsáætlun Íslands tafðist um átta mánuði og önnur og endurskoðun um þrjá vegna Icesave málsins.

Fulltrúar Hollands og Bretlands í stjórn sjóðsins lögðust gegn því að Ísland yrði sett á dagskrá og þá vildu Norðurlöndin ekki opna á frekari lánalínur nema búið væri að leysa Icesave málið.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér landi í júní til að undirbúa þriðju endurskoðun sjóðsins en miðað er við að stjórn sjóðsins afgreiði málið fyrir lok sumar.

Mark Flanagan, yfirmaður nefndarinnar, útilokar ekki að þriðja endurskoðun muni tefjast ef ekki liggur fyrir sátt í Icesave málinu fyrir þann tíma. Hann ítrekar þó að sjóðurinn setji ekki það skilyrði fyrir frekari lánveitingum að Icesave málið verði leyst.

Flanagan bendir á að stjórn alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi afgreitt fyrstu og aðra endurskoðun þrátt fyrir að Icesave málið sé enn óleyst. Hins vegar verði ekki hægt að afgreiða þriðju endurskoðun ef Norðurlöndin loka á frekari lánveitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×