Fer með pönk til Patró 24. júní 2010 05:00 Jóhann Ágúst Jóhannsson segist spenntur fyrir fyrsta degi tónlistarhátiðarinnar Pönk á Patró.frettabladid/stefán Menningarhátíðin Pönk á Patró verður haldin tvo laugardaga í sumar á Patreksfirði. Ein hljómsveit mætir í hvort skipti og verður reynt að ná til allra aldurshópa. „Við fengum þetta hugarfóstur þegar við vorum við nám á Bifröst. Nú er þetta bara að gerast og spenningurinn er mikill! Það er líka alveg frábært að fólk er að taka mjög vel í þetta,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, annar skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Pönk á Patró á Patreksfirði. Jóhann Ágúst og Alda Davíðsdóttir halda tónlistarhátíðina Pönk á Patró í fyrsta sinn laugardaginn, 26. júní. Hátíðin verður haldin tvo laugardaga í sumar og ein hljómsveit mætir í hvort skipti og verður reynt að höfða til allra aldurshópa. Það verða Heiðar, Halli og félagar í Pollapönk sem ríða á vaðið á laugardaginn. Amiina kemur svo fram laugardaginn 7. ágúst með frumsamda tónlist. Amiina ætlar einnig að sýna sígildar hreyfimyndir Lotte Reiniger úr ævintýrunum um Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Vestfirski tónlistarmaðurinn 7oi hitar upp fyrir Amiinu. „Það er mikilvægt að taka það fram til að forðast allan misskilning að pönkið sem hér um ræðir er fólgið í athöfninni og frumleikanum, sögninni að gera eða að láta vaða,“ segir Jóhann. „Það vísar ekki beint til tónlistarinnar því við komum til með að vera með fjölbreytilegri tónlist en bara pönk. Það skal þó taka það fram að tónlistin verður í aðalhlutverki.“ Hver og einn viðburður verður einstakur en ramminn er alltaf sá sami. Yfir daginn verður tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga. Þar fá tónlistarmennirnir tækifæri til að mynda tengsl við yngri kynslóðina með því að segja þeim sögur, sýna þeim hljóðfæri og svara spurningum áður en þeir halda svo smá tónleika fyrir þau. Meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um og sækja markað í næsta húsi. Einnig verða sýndar gamlar íslenskar tónlistarmyndir í Skjaldborgarbíói, en þar verður foreldrapössun. Um kvöldið er síðan seinni dagskrárliðurinn. Þá mætir Dr. Gunni og stendur fyrir Popppunktsspurningakeppni auk þess sem hljómsveitirnar slá upp tónleikum fyrir alla aldurshópa. Verðinu á þessum dagskrárlið verður haldið í lágmarki en ókeypis er á viðburðina yfir daginn. linda@frettabladid.is Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Menningarhátíðin Pönk á Patró verður haldin tvo laugardaga í sumar á Patreksfirði. Ein hljómsveit mætir í hvort skipti og verður reynt að ná til allra aldurshópa. „Við fengum þetta hugarfóstur þegar við vorum við nám á Bifröst. Nú er þetta bara að gerast og spenningurinn er mikill! Það er líka alveg frábært að fólk er að taka mjög vel í þetta,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, annar skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Pönk á Patró á Patreksfirði. Jóhann Ágúst og Alda Davíðsdóttir halda tónlistarhátíðina Pönk á Patró í fyrsta sinn laugardaginn, 26. júní. Hátíðin verður haldin tvo laugardaga í sumar og ein hljómsveit mætir í hvort skipti og verður reynt að höfða til allra aldurshópa. Það verða Heiðar, Halli og félagar í Pollapönk sem ríða á vaðið á laugardaginn. Amiina kemur svo fram laugardaginn 7. ágúst með frumsamda tónlist. Amiina ætlar einnig að sýna sígildar hreyfimyndir Lotte Reiniger úr ævintýrunum um Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Vestfirski tónlistarmaðurinn 7oi hitar upp fyrir Amiinu. „Það er mikilvægt að taka það fram til að forðast allan misskilning að pönkið sem hér um ræðir er fólgið í athöfninni og frumleikanum, sögninni að gera eða að láta vaða,“ segir Jóhann. „Það vísar ekki beint til tónlistarinnar því við komum til með að vera með fjölbreytilegri tónlist en bara pönk. Það skal þó taka það fram að tónlistin verður í aðalhlutverki.“ Hver og einn viðburður verður einstakur en ramminn er alltaf sá sami. Yfir daginn verður tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga. Þar fá tónlistarmennirnir tækifæri til að mynda tengsl við yngri kynslóðina með því að segja þeim sögur, sýna þeim hljóðfæri og svara spurningum áður en þeir halda svo smá tónleika fyrir þau. Meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um og sækja markað í næsta húsi. Einnig verða sýndar gamlar íslenskar tónlistarmyndir í Skjaldborgarbíói, en þar verður foreldrapössun. Um kvöldið er síðan seinni dagskrárliðurinn. Þá mætir Dr. Gunni og stendur fyrir Popppunktsspurningakeppni auk þess sem hljómsveitirnar slá upp tónleikum fyrir alla aldurshópa. Verðinu á þessum dagskrárlið verður haldið í lágmarki en ókeypis er á viðburðina yfir daginn. linda@frettabladid.is
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira