Sölvi Blöndal: Óvenjulega venjulegur Besti Sölvi Blöndal skrifar 25. maí 2010 14:05 Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust". En róttæku hjarta mínu til mikillar skelfingar hafa hörðustu árásirnar á Jón Gnarr og Besta flokkinn ekki komið frá lömuðu hægri. Þær hafa komið frá vinstri. Þar hefur formanni Besta verið líkt við forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi sem mun hafa verið í hópi ríkustu manna Evrópu um býsna langt skeið. Auður Berslusconi nemur um 10 milljörðum bandaríkjadollara. Meðal eigna Berslusconi, sem margsinnis hefur mátt sæta ásökunum um sérhagsmunapólitík og spillingu, eru stærstu einkareknu sjónvarps-, útvarps- og blaðamiðlar Ítalíu. Það er (ekki) leiðum að líkjast. En Berslusconi var árið 1994 og 2001 ekki kosinn til forystu í ítölskum stjórnmálum út á eitthvert grín. Í krafti auðs og valda og gríðarlegs fjölmiðlaveldis fór Berslusconi fram í umboði þeirra sem meira mega sín og hagsmuna þeirra og sinna eigin hefur hann gætt og gerir enn. Með öðrum orðum, pólitík Berlusconi er klassísk pólitík auðs, hagsmuna og valda, eitthvað sem við þekkjum mætavel á Íslandi. Ef venjuleg pólitík er hagsmunapólitík þá er formaður Besta flokksins aftur á móti allt annað en venjulegur stjórnmálamaður og enn síður auðmaður með fjölmiðlaveldi að baki sér. Að baki Besta standa ekki þeir er meira mega sín heldur ósköp venjulegir Reykvíkingar. Það er ekki auðvelt að skilgreina hugmyndafræði Besta á einfaldan hægri- vinstri kvarða, en þó má benda á að Jón Gnarr hefur skilgreint flokkinn sem stjórnleysingja- og súrrealistaflokk, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Ennfremur virðist sem flokkurinn, líkt og hinn sænski Piratpartiet, hafi frjálslynda afstöðu til málefna sem varða markaðinn og frelsi einstaklings til athafna. En það má einnig lesa í yfirlýsingar Besta að umhverfismál og velferðamál séu ofarlega á dagskrá. Framsetning Besta er á vissan hátt þversagnarkennd og póstmódernísk, en hið sama má segja um frammistöðu fimmflokkssins á seinasta kjörtímabili í Reykjavík. Í ljósi þess kemur gott gengi Besta í skoðunarkönnunum ekki á óvart. Þrátt fyrir skringilegheitin og formleysið þá er Besti þrátt fyrir allt óvenjulega venjulegur, nákvæmlega það sem íslensk stjórnmál þarfnast. Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi og tónlistarmaður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun