Viðskipti innlent

66°Norður þekktasta fyrirtækið

Fyrirtækið er það þekktasta á Íslandi samkvæmt skoðanakönnun MMR.
Fyrirtækið er það þekktasta á Íslandi samkvæmt skoðanakönnun MMR.

Flestir stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja landsins nefndu 66°Norður þegar þeir voru spurðir um hvaða íslenska vörumerki þeim dytti fyrst í hug.

Þetta kemur fram í skoðunakönnun sem MMR hefur gert fyrir Viðskiptablaðið.

Samtals voru spurningarnar lagðar fyrir 354 stjórnendur í 300 stærstu fyrirtækjum landsins.

Af þeim svaraði 201 og svarhlutfall var því 56,6 prósent. Icelandair var nefnt næstoftast en tvö efstu fyrirtækin skáru sig nokku úr. Þar á eftir komu Bónus, Lýsi, Sláturfélag Suðurlands og Marel.

„Ég er mjög stoltur af þessu. Við höfum tengt vörumerki okkar mikið við útivist og hreyfingu sem og náttúru landsins í markaðssetningu okkar," segir Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstjóri 66°Norður. Hann segir vörumerkið hafa verið að vaxa og dafna hægt og hljótt á undanförnum árum.

„Okkur hefur tekist að auka veltu og stærð fyrirtækisins með hverju árinu sem líður. Við höfum náð að halda okkar striki og stækka fyrirtækið þrátt fyrir efnahagskreppuna hér á landi," segir Halldór Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×