Innlent

Jóhanna vill taka synjunarvaldið af forsetanum

Forsætisráðherra vill að synjunarvaldið verði tekið af embætti forseta Íslands og þjóðinni færður beinn réttur til að kalla fram þjóðaratkvæðgreiðslur um einstök mál.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er bent á að setja þurfi siðareglur fyrir embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir að unnið sé að breytingum í stjórnarráðinu með tilliti til ábendinga í skýrslunni og unnið verði með embætti forsetans um slíkar reglur hjá honum.

Jóhanna segir þingflokk Samfylkingarinnar leggja mikla áherslu á að sett verði lög um stjórnlagaþing á yfirstandandi þingi, sem m.a. verði ætlað að endurmeta hlutverk forseta Íslands í stjórnskipaninni. Fjármálaráðherra segir embætti forseta hafa mótast af hefðum. Hann hafi setið í stjórnarskrárnefnd þar sem menn hafi verið einhuga um að skýra þyrfti stjórnskipunina að þessu leyti, sem og samskipti forseta, þings og framkvæmdavalds.

Forsætisráðherra segir að það eigi að vera hlutverk stjórnlagaþings að endurskoða forsetaembættið ásamt öðru.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×